[ Valmynd ]

Færslur júnímánaðar 2006

hér er víst töluvert fyllerí

17. júní 2006

mikill mannfjöldi og flottir bílar. Hjá mér er allt með ró og spekt…

Ummæli (4) - Óflokkað

ég læt 17. júní

fram hjá mér fara á Akyreyri.

Ummæli (0) - Óflokkað

gestir mínir eru að pakka

16. júní 2006

og ætla að keyra suður eftir að við verðum búin að heimsækja skólasystur mömmu og borða súpu og heimabakað brauð. Sólin skín og vindurinn blæs. Ég hósta og hausinn á mér er fullur af kvefi, undanfarna daga hef ég því verið í hægangi.

Ummæli (0) - Óflokkað

mamma og pabbi eru

15. júní 2006

í göngutúr með hundinn. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem þau fara út að ganga með hund. Þessi hundur er fínn fyrir byrjendur hlýðir öllu og hagar sínum hraða við hraða samferðamanns síns. Hann treystir hins vegar ekki börnum til að ganga með sig og neitar að fara frá húsinu með 9 […]

Ummæli (4) - Óflokkað

hélt fund í morgun

14. júní 2006

og sendi minningargrein síðdegis og geng með hundinn þess á milli. Hengdi handklæði út á snúru en tók það fljótt inn aftur svo það myndi ekki blotna. Rigningin sem ég vildi bjarga því undan varð ekki að neinu og blásturinn hefði þurrkað það á augabragði.

Ummæli (0) - Óflokkað

guði sé lof að

13. júní 2006

ekki rignir í dag. Vaknaði í sólskini þó er snjór í fjallinu hinu megin við fjörðinn og ekki hlýtt. Hundurinn er gæðablóð mikið, hlýðinn og hljóðlátur. Ég held að hann sé frekar dapur vegna fjarveru húsbóndanna. Fórum í göngu í rigningu og roki í gær en ætlum að ganga lengur í dag í sólskininu.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er búin að pakka

12. júní 2006

að mestu. Tek flugvél fljótlega og flýg norður í land. Skolaði kverkarnar með ákavíti rúmlega 8 í morgun til að drepa bakteríur. Vona að það geri gagn svo ekki verð neitt meira úr kverkaskít sem hélt fyrir mér vöku í nótt. Löngu komin tími á að gera eitthvað við þessa lögg sem er búin að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

gróðurinn er orðinn

11. júní 2006

sjálflýsandi grænn. Þegar ég horfi út um stóra glugga fæ ég ofbirtu í augun þrátt fyrir rigningu. Það glitrar á silfraða dropa á laufblöðum rósanna.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég á tvo kertastjaka

10. júní 2006

úr plasti. Þeir þykjast vera allt annað en þeir eru. Virka þungir og skína skærar en nokkuð silfur. Sem stendur standa þeir á plastskrifborði. Ég speglast í þeim í fjórriti. Einhverra hluta vegna er ein spegilmynd mín á hvolfi. Hvít kertin í stjökunum eru alveg brunnin niður. Tekur því ekki að skipta því ég er […]

Ummæli (0) - Óflokkað

feitur geitungafjandi

9. júní 2006

klöngrast upp eftir gluggarúðunni í stofunni. Hann fer ansi hægt yfir með þanda vængi. Sat að áti fram á nótt með vinkonum mínum. Döðlukaka, ostar og apríkósur var á boðstólnum. Mikið hlegið, skrafað og skeggrætt.
Döðlukaka60 gr smjör130 gr púðursykur2 egg1 tsk lyftiduft1/4 tsk salt85 gr hveiti200 gr döðlur (saxaðar)100 gr möndlur (saxaðar)
Smjörið á að vera […]

Ummæli (0) - Óflokkað