[ Valmynd ]

Færslur júlímánaðar 2006

ég er að passa

28. júlí 2006

kisu með tvo kettlinga. Mamman er soldið stressuð yfir þessum beytingum og endaði á að opna glugga í morgun og halda út í heim. Sem betur fer var ég búin að kynna fyrir henni garðinn svo hún rataði að svalahurðinni og kom fljótt til baka. Til stóð að halda henni inni í viku svo hún […]

Ummæli (4) - Óflokkað

gekk út á

27. júlí 2006

stoppistöð í úrhelli. Stóð í strætóskýli og fann ekki fyrir rigningu. Settist inn í strætó og það rigndi á mig.

Ummæli (0) - Óflokkað

ef ég ætti klink

25. júlí 2006

eða strætómiða þyrfti ég að setja hjólið mitt í strætó og koma því á verkstæði. Þegar ég ætlaði að hjóla af stað í morgun var afturdekkið sprungið.

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar ég kem heim

24. júlí 2006

úr vinnunni og búrskápurinn er galopinn, önnur hver skúffa útdregin og einn eða fleiri leirtausskápar opnir veit ég að yngsti sonur minn hefur komið heim í mat eða kaffi enda eru yfirleitt líka merki um að einhver hefur matast á eldhúsborðinu.Honum finnst óþarfa pjatt að loka skápum, þeir verða hvort eð er opnaðir fljótlega aftur.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég og býflugurnar

23. júlí 2006

vorum iðnar í beðunum í dag. Lítið eftir af arfa en enn mikið af hunangi í blómum garðsins. Köngulærnar slá okkur þó út og hafa gert sér vefi bæði úti og inni. Ég tími ekki að eyðileggja þennan fína vef sem þær hafa gert á millli fallegu styttanna minna af bóndakonunni og Maríu guðsmóður.

Ummæli (0) - Óflokkað

lognmolla

22. júlí 2006

einkenndi mig og veðrið í dag. Þakið á húsinu hjá mér var samt málað og líka neðri hæðin á nýbyggingunni að utan. S og A eiga heiðurinn af því.

Ummæli (0) - Óflokkað

útsýnið í sólbaði

21. júlí 2006

er fallegt en fábrotið. Verst að geta ekki fest hljóðin á filmu líka þar kennir ýmissa grasa. Flugur suða, flugvélar fljúga yfir, nágrannar skella hurðum, fugla kvaka og börn skvaldra á gangstéttinni. Lyktin er líka í frásögurfærandi. Ilmur af nýslegnu grasi og nýútsprungnum blómum.Ef hitinn verður óbærilegur fer ég inn til að kæla mig og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það mætti halda

20. júlí 2006

að ég væri á leið í brúðkaup en ekki hálendisferð. Hingað til hefur undirbúningur falist í fótsnyrtingu,klippingu og draumi um andlitsbað. Sá draumur gæti hæglega ræst ef ég vissi hvert maður fer eiginlega í slíkt. Ég þyrfti að eignast fljótþornandi göngubuxur því mínar eru orðnar of litlar. Líklega eru þær ekki framleiddar fyrir feita frekar […]

Ummæli (2) - Óflokkað

nú væri færi á

19. júlí 2006

að fara svona klædd út að spóka sig. Væri ég 20 árum yngri, 30 kílóum léttari og með umtalsvert hærra kaup hikaði ég ekki við það.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég gaf vinkonum

mínum púrtvín í rauðvínsglösum úti í garði í gærkvöldi. Sem betur fer eru þær ekki uppteknar af etikettum og kippa sér því ekki upp við að fá annað vín en þeim var boðið og hæfði glösunum. Þessar vinkonur mínar eru mátulega kærulausar og kunna að njóta lífsins á eigin forsendum, þurfa ekki á því að […]

Ummæli (0) - Óflokkað