[ Valmynd ]

Færslur júlímánaðar 2006

hjölbörur og múrfata

18. júlí 2006

þeyttist af kerru aftan í bíl í Lönguhlíðinni í morgun. Ég var heppin að þetta lenti ekki upp á gangstétt og bílstjórinn heppinn að aðrir bílar urðu ekki fyrir þessu. Ég er farin að skilja fyrrverandi samstarfskonu mína sem blótaði helvítis fulgagarginu í garðinum hjá sér. Þrastarsöngur var svo hávær í nótt að ég vaknaði […]

Ummæli (0) - Óflokkað

blómailmur í

17. júlí 2006

garði og ilmur af nýlögðu malbiki á ferð minni um borgina og logn í þokkabót svo ég heyri býflugur suða inni í runnunum. Mikið hefur arfinn haft það gott í votvirðinu undanfarið…

Ummæli (0) - Óflokkað

það er merkilegt hvað

16. júlí 2006

ég hafði ekki á tilfinningunni að við værum að ganga á grjóthrúgu eins og virðist á myndunum. Flóran í Reykjafirði er margvísleg og ég sá nokkuð af blómum sem ég hef ekki séð áður. Á myndunum virðumst við þó að mestu ganga í fallega litu grjóti. Við Drangjökul voru töluverðir jökulruðningar og kannski maður hafi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

mikið er nú gott

15. júlí 2006

að þurfa ekki að fara út að vökva í dag. Það er svo hvasst að ég gæti varla opnað svalahurðina, fyrir utan að ég yrði gegndrepa af því að stíga út fyrir. Mamma færði mér gömul húsbúnaðarblöð frá ýmsum löndum og ég hef setið undir teppi og gætt mér á augnakonfekti. Heppin að systir mín […]

Ummæli (0) - Óflokkað

eitt ferðalag að baki

14. júlí 2006

og annað innan seilingar. Fyrirkvíðanlegt að sofa í tjaldi í þrjár nætur en samt tilhlökkunarefni. Það er ekkert vit í því að gigtveik, miðaldra of þung manneskja í lélegu formi sé að þvælast í göngutúr með hóp af fólki. En stundum verður maðiur bara að gera heimskuega hluti svo maður lokist ekki inn í allt […]

Ummæli (0) - Óflokkað

steiktar gellur í lúkar

13. júlí 2006

á fiskibát eftir göngu inn fjörð, upp á heiði, yfir heiði og út annan fjörð voru himneskar. Selir fylgdust með okkur hluta leiðarinnar í Hrafnfirði. Leituðum að tóftum bæja og stöldruðum við leiði Fjalla-Eyvindar.

Ummæli (0) - Óflokkað

í svitakófi að

6. júlí 2006

pakka fyrir 6 daga ferð norður á Strandir. Þar virðist verða skítakuldi næstu daga eins gott að taka lopapeysur húfur og ullarsokka. Ekkert rafmagn og ekkert heitt vatn í krönum. Gönguferðir, siglingar og samvera…Líklega göngum við yfir eitt fjall eða tvö.

Ummæli (2) - Óflokkað

það er sólskin

ég var næstum búin að gleyma hvernig veröldin lítur þá út…

Ummæli (0) - Óflokkað

stjörnuspá dagsins í dag

4. júlí 2006

á vel við um manneskju sem er að skipta um vinnu:“Áhyggjur þínar af því að gera eitthvað rangt munu draga úr heiðarleika frumlegrar hugsunar þinnar. Þú ættir að vera djarfur, mjög djarfur jafnvel. Þú munt gleðjast yfir því síðar að hafa haft þinn hátt á.”Ég á sem sagt bara að láta vaða og ekki reyna […]

Ummæli (0) - Óflokkað

rok og rigning

fer ekki vel með nýútsprungnu rósirnar mínar ef ekki lygnir þá fjúka öll blómin burt án þess ég geti notið þeirra. Út um gluggann sé ég eina rós feykjast í vindinum krumpaða og heldur ótótlega.

Ummæli (0) - Óflokkað