[ Valmynd ]

Færslur ágústmánaðar 2006

ég á orðið erfitt með

30. ágúst 2006

að vita á hvaða tungumáli ég á að tjá mig. Hef þurft að tala ensku við Dani á námskeiði sem ég er á í þessari viku og skrifa verkefni á ensku svo þeir geti commenterað á þau. Stundum gleymi ég mér og tala dönsku við Danina en þá skilja þeir ekki neitt. Þegar ég tala […]

Ummæli (0) - Óflokkað

rabbabarinn vex

25. ágúst 2006

lítið, grænkálið vex ekkert en rifsið roðnar með hverjum deginum.

Ummæli (0) - Óflokkað

verandi ein heima

22. ágúst 2006

ætluðum við S að nýta okkur ókeypis vikuaðgang að Laugum. Mæltum okkur mót í dag við mann til að kenna okkur á herlegheitin. Augun skönnuð og svo vísað í átt að glerhurð og sagt að skipta um föt. Síðan myndi einhver H… vera inni og sýna okkur. Þegar fyrir innan glerhurðina var komið blasti við […]

Ummæli (0) - Óflokkað

þar sem ekki var

21. ágúst 2006

þoka á Esjunni, ekki sól og enginn vindur ákváðum við að ganga á hana í gærmorgun. Reyndar var sólskinið og lognið svo mikið að við lá að við stiknuðum. Við fórum reyndar ekki upp á topp, þar hefur kannski verið tölvuverður vindur. Margir hafa fengið sömu hugmynd og við og allskonar fólk var á leið […]

Ummæli (0) - Óflokkað

á leið til vinnu

16. ágúst 2006

hjólaði ég í gegnum stóran gæsahóp. Á heimleið fældi ég upp starrahóp og kom auga á sel sem velti sér á steini skammt frá landi.

Ummæli (0) - Óflokkað

er á leið á fund

15. ágúst 2006

til að fá svör við ýmsum spurningum svo ég geti haldið áfram með mína vinnu. Sérstök reynsla og ný fyrir mér að vera upp á vinnu annarra komin til að geta sinnt mínum störfum. Mér finnst ég áður hafa getað unnið eftir mínu höfði og verkefnin ekki verið háð því að aðrir kláruð sitt fyrst […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég var heldur sein

12. ágúst 2006

að reita arfa því fræin poppuðu út um allt þegar ég stakk þá upp. Ef það væri mold í augunum á mér myndi arfa festa þar rætur. Ég sá eitt rautt rifsber en mikið af grænjöxlum. Ég tók inn þrjár kræklóttar rauðar rósir og setti í vatn í glærum vasa. Býflugur suðuðu í kringum mig […]

Ummæli (2) - Óflokkað

ég hjóla til og frá

11. ágúst 2006

vinnu flesta daga það tekur mig sirka 30 mínútur í logni. Ef ég tek strætó er ég næstum 40 mínútur á leiðinni. Vona að veturinn verði snjóléttur og lygn svo ég þurfi sem sjaldnast að taka strætó. Ég þarf reyndar að fara yfir nokkur mikil gatnamót og mér finnst ég vera í bráðri lífshættu þó […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég og rita

9. ágúst 2006

vorum samferða að hluta á leið heim úr vinnu. Hún sveif ég hjólaði.

Ummæli (0) - Óflokkað

miðsonur minn

7. ágúst 2006

er kominn til Parísar. Hann er búinn að vera í Danmörku, Þýskalandi,Belgíu og Hollandi. Það er lúxus að geta essemmessast á við hann og fylgst með ferðalagi hans á hverjum degi. Mig langar til að fá póstkort líka en hann gefur ekki mikið út á það.Eftir mánuð fer ég til Parísar með konum sem ég […]

Ummæli (0) - Óflokkað