31. október 2006
nýr einstaklingur væntanlegur í fjölskylduna. Ég reyni svo mikið að láta spenningin ekki hlaupa með mig i gönur að ég virðist nánast áhugalaus. Það er allt eins líklegt að viðkomandi láti bíða eftir sér svo ég er ekkert að flýta mér að ganga frá endum á vesti sem ég prjónaði handa honum…
Ummæli (2)
- Óflokkað
26. október 2006
eftir mér stikaði ung kona á támjóum skóm, með gyllt belti, belgmikið veski með stórum kóssum og kögri og talaði hátt í farsíma. Töluvert fyrir aftan hana gekk u.þ.b. fjögurra á drengur löturhægt og talaði við sjálfan sig.
Ummæli (0)
- Óflokkað
24. október 2006
fyrir mörgum árum fórum við systir mín oft að renna okkur á skautum á Tjörninni. Þegar okkur var orðið kalt gátum við hlaupið yfir Tjarnargötuna og fengið að hlýja okkur á skrifstofunni hjá pabba. Slökkvistöðin var þarna rétt hjá og eitt sinn þegar næstum var keyrt á systur mína í einni ferð okkar yfir götuna […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
23. október 2006
mæður eru enn að ráðleggja dætrum sínum að leyfa mönnum sínum að ráða og passa sig á halda öllu hreinu og fínu heima svo þeir verði ánægðir með lífið.
Ummæli (2)
- Óflokkað
18. október 2006
samanherpt laufblöð og hrímaðar gangstéttar.Það er komið haust.
Ummæli (0)
- Óflokkað
14. október 2006
draslið var miklu minna en mér fannst , aðallega skóladót frá háskólastúdentnum. Nú er allt spikk og span, alla vega á efri hæðinni…A er að taka til hjá sér og B búinn að því og farinn í skólann.S sér um grautinn og kökuna og ég get farið í sturtu.
Ummæli (0)
- Óflokkað
13. október 2006
og von á 10- 20 manns hingað í hádeginu á morgun. Sem væri í lagi ef ég hrykki í tiltektargírinn…Héðan af er eina ráðið að fara að sofa og vakna snemma á morgun og setja í fluggírinn.
Ummæli (0)
- Óflokkað
10. október 2006
betur fyrir snyrtimennskuna í dag. Ef ég hefði spýtt tyggjóinu mínu á gangstéttina í morgun í stað þess að vilja endilega henda því í ruslafötu sæti ég ekki hér með glóðarauga og bólgna kinn. Maður má ekki taka vettling af annarri hendi og bremsa skart með hinni. Ég lærði í morgun að þá er hætt […]
Ummæli (2)
- Óflokkað
9. október 2006
að ég skuli ekki hafa trú á því að fyrirhuguð lækkun á matvöruverði í mars muni skila sér til mín. Einhverra hluta vegna finnst mér líklegra að verslunin gleypi þessa lækkun. Ég treysti ekki þeim sem stjórna landinu og ekki þeim sem reka verslun í landinu. Það er slæmt að vera fullur vantrausts og örugglega […]
Ummæli (2)
- Óflokkað
6. október 2006
vör við hreyfingu jarðar í jarðarför í dag. Fyrst blindaði sólin mig, svo hvarf hún bak við vegg á milli glugga en skein svo stuttu síðar inn um næsta glugga aftur beint í andlitið á mér. Rykið í kirkjunni sveif um í sólargeislunum, kona í sólgulri kápu nokkrum bekkjum fyrir framan mig fiktaði stöðugt í […]
Ummæli (0)
- Óflokkað