[ Valmynd ]

Færslur nóvembermánaðar 2006

ef ég hefði vald til

12. nóvember 2006

myndi ég minnka letrið á dagsetningunum í sniðmátinu sem ég er að nota. Skil ekki alveg afhverju dagsetningin er höfð svona stór. Í aðra röndina vil ég samt ekki vera að pirra mig yfir þessu. Mér finnst lítilmótlegt að vera að hafa áhyggjur af svona miklu smámunum þegar fólk þjáist vegna stríðsreksturs, hungurs, illvígra sjúkdóma […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fallegur dagur

11. nóvember 2006

bjartur, kaldur og lygn. Tiltekt langt komin og loftið inni og úti jafn tært. B farinn í nýju vinnuna sína og verður fram á kvöld. A er líka í vinnunni, mikil törn við dekkjaskipti.
Kannski ég haldi áfram að föndra líka fyrst ég var byrjuð á tiltekt fyrir 9 í morgun. Auðvitað ætti ég að fara […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég ætla að vera svo dugleg

10. nóvember 2006

um helgina. Vonandi tekst mér það. Tiltekt og huggulegheit. Það skítnar alltaf hraðar og hraðar út heima hjá mér einhverra hluta vegna. Skammdegið er reyndar blessun og sjóndepurðin en dugar samt ekki til…

Ummæli (0) - Óflokkað

hitti margar fyrrverandi

9. nóvember 2006

samstarfskonur mínar í gær og við ræddum Flugdrekahlauparann og mjögt margt annað skemmtilegt. Ein þeirra lenti í árekstri á leið í leshringinn og í dag lenti ein samstarfskona mín núverandi í árekstri. Enginn meiddist sem betur fer en bílar bögluðust.

Ummæli (0) - Óflokkað

jú ég held ég

sé að ná þessu. Þetta kemur með fikti. Jess og get meira að segja stillt myndir. Sýnist þetta útlit fallegast af því sem er í boði. Þetta er bara gaman. Enda vil ég ekki hanga á þvi sem er gamalt eins og hundur á roði.

Ummæli (0) - Óflokkað

úff ætli

ég geti lært á þetta nýja dót…

Ummæli (0) - Óflokkað

falleg birta

8. nóvember 2006

fylgir snjónum. Ég er ótrúlega stressaður farþegi í bíl í hálku. Liggur við hjartaslagi aðra hvora mínútu…

Ummæli (0) - Óflokkað

ef það væri ekki búið

7. nóvember 2006

að loka fyrir myndageymslu hjá mér myndi ég setja inn mynd af nýju skónum mínum. Þeir eru svo þægilegir að ég hef ekki farið úr þeim í allt kvöld samt eru þeir nánast kuldaskór…

Ummæli (0) - Óflokkað

það er langt liðið

5. nóvember 2006

á nóvember alla vega finnst mér eins og stutt sé í desember. Líklega er það af því það eru skráðir á mig atburðir seinna nóvember sem mér finnst stutt í. Laufin í garðinum liggja öll í grasinu eftir rok næturinnar. Þau eru svört, slímug og ógeðsleg. Sjávarseltan á rúðunum kemur í veg fyrir að ég […]

Ummæli (0) - Óflokkað

þvílíkt myrkur

4. nóvember 2006

og þvílíkt rok.

Ummæli (0) - Óflokkað