[ Valmynd ]

útundan mér í strætó

Birt 10. janúar 2007

sá ég gamlan kall halla sér að mér.
Ég lét á engu bera og leit ekki við, enda var heill gangvegur á milli okkar.
Þegar það leit út fyrir að hann ætlaði að stinga fingrinum í eyrað á mér viðurkenni ég að hjartað kipptist lítið eitt við en ég sat áfram pollróleg og leit ekki við.
Enn síður kippti ég mér upp við að hann blés hástöfum í eyrað á mér um leið og hann stóð upp og staulaðist út um strætódyrnar.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.