[ Valmynd ]

þegar ég sá forsíðu

Birt 3. febrúar 2007

moggans í gær hélt að það hefði orðið sjóslys eða flugslys. Dómararnir á myndunum eru hinsvegar sprelllifandi og mikið rætt um að dómur sem þeir felldu sé of vægur. Aðrir ræða nokkuð fjálglega um að það sé breyting á ritstjórnarstefnu Moggans að taka afstöðu með því að birta myndir af dómurunum.  Af hverju ætli Mogginn breyti stefnu sinni svona rækilega? Líklega hefur gengið fram af þeim sem þar vinna eins og flestum öðrum. Ég er samt svo undarlega íhaldssöm að mér líkar ekki að Mogginn noti lúalegar aðferðir gulu pressunnar til að ýta undir lægstu hvatir mannskepnunnar.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.