[ Valmynd ]

yngsti sonurinn hefur

Birt 8. febrúar 2007

 tvisvar verið minntur á foreldrana í skólanum núna eftir áramót. Fyrst var það kennari sem minnir hann á móðurina, sú er akfeit, rauð í framan og minnir helst á mörgæs þegar hún gengur af því henni er svo illt í fótunum. Í öðrum tíma var hann að læra um taóisma og þegar kennarinn las upp skilgreiningu á honum fannst honum sem þetta væri lýsing á pabba sínum.

Taóisti hefur sem betur fer náð þeim þroska að kippa sér ekki upp við þá smámuni að konan hans líkist vagandi mörgæs.

Ég hef nú alltaf frekar samsamað mig við æðarfugl. Mörgæs er alls ekki verri kostur…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir Katla Kjartansdóttir:

    hahaha, þetta er nú með því betra sem ég hef heyrt í langan tíma. Mörgæsir hafa nú alltaf verið mínir uppáháldsfuglar!

    14. febrúar 2007 kl. 10.47