[ Valmynd ]

lífið í strætó.

Birt 7. mars 2007

sagamlimedmjlok.gifÍ einu sæti  rökræðir  unglingur  við föður sinn í gegnum gsm síma.

Horaður gamall maður með lúinn hatt og furðulega stór gleraugu sýpur mjólk úr plastkókflösku með rauðum skrúfutappa og laumast, á milli sopa til að bíta í kleinuhring með súkkulaði sem vafinn er inn í plastpoka. Í næsta sæti situr lítið eitt yngri hattlaus maður með bumbu og ipod í eyrunum og skáskýtur augunum á þann eldri með undrun í svipnum.

Í sólinni fyrir utan vaginn sé ég systur mína hjóla fram hjá á fallegu svörtu hjóli og örskömmu síður hjólar maðurinn hennar til móts við vagninn  á hjóli sem ég man ekki hvernig leit út.

Fyrir aftan mig sitja tveir miðaldra útlendingar í hrókasamræðum á tungmáli sem ég þekki ekki  og í útvarpinu talar prestur sem var á upptökuheimili í æsku um það að stjórnvöld taki alltaf ákvarðanir í takt við þjóðarsálina.

Nokkrum röðum framar situr lítill fölur drengur með stórt hljóðfæri í tösku og skimar í allar áttir  til að fylgjast vel með hvar vagninn er staddur.

Tveir menntaskólapiltar ræða um prófin framundan og leiðinlega bók sem þeir þurfa að lesa, maður með drafandi röddu og veitist að þeim og segist  hafa orðið stúdent 49 og yfirgefur svo vagninn.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir katla:

  Ja, hérna hér, þetta hlýtur að hafa verið ég lafmóð á leiðinni til tengdó með þvott. Þvottavélin er biluð … gaman, gaman.
  Flott teikning. Nú sé ég hvaðan Una hefur teiknihæfileikana, pottþétt ekki frá mér alla vega.

  kv. Katla

  7. mars 2007 kl. 23.10
 2. Ummæli eftir ek:

  þetta var reyndar þú að beygja inn Suðurgötuna frá Hringbrautinni K kom svo hjólandi upp tjarnarbrúnna.
  Ég teikna hvort sem ég kann það eða ekki. Just do it er mottóið því þó maður sé lélegur í einhverju eins trivial og teikna er ekki þar með sagt að maður megi ekki gera það.

  8. mars 2007 kl. 10.18
 3. Ummæli eftir P*aldis:

  Skemmtileg frásögn !!

  mjér finnst þú teikna fallega !
  - og.. einu sinni gat jeg EKKERT í trivial..
  en kom sjálfri mér á óvart um daginn!
  Stelpuliðið vann Strákaliðið
  og við fengum rétt við ÖLLUM íþróttarspurningonum!

  Annars var jeg farin að kvíða-svitna..
  ..fyrir að fá spurningu sem jeg gæti ekki svarað
  en væri einmitt svona spurning sem allir hinir vissu..
  ..og bara “dí” veistiggi þetta !?

  Fyrsta reynsla mín af trivial, var allavegana þannig
  og jeg valdi það að spila ekki það spil í c.a. 15 ár eftir það..
  Mér fannsta bara erfitt og leiðinlegt spil..

  ..en komst núna bara að því að það er soldið “fullorðins” spil.

  11. mars 2007 kl. 21.28