[ Valmynd ]

draumstólinn

Birt 30. mars 2007

eamesstoll.gifkominn í hús. Keypti mér loksins einn grænan. Mig er búið að dreyma um hann síðan í haust þegar ég settist í einn í búð í París. Hann er ekki bara fyrir augað það er líka gott að sitja í honum og rugga sér fram og til baka, fram og til baka og stara út í buskann og tæma hugann…

Það besta er þó líklega það að ég fæ að sitja ein að honum því þeir hávöxnu á heimilinu eru hræddir um að detta aftur fyrir sig. Maðurinn í búðinni sannfærði mig um það að sú hræðsla væri óþörf, hann vissi ekki til að neinn hafi látist eftir að hafa setið í svona stól í alla þá áratugi sem hann hefur verið til.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.