[ Valmynd ]

vó ég tók mér

Birt 30. mars 2007

unaogmatti.GIFsumarfrí í dag og er búin að mála eina hurð svo frændsystkini mín geti teiknað á hana með litkrít á morgun þegar þau koma í matarboð til mín.

Ég var líka orðin ansi leið á bláa litnum á henni enda var hann ekki lengur í takt við neitt annað á heimilinu.

Allt útlit er fyrir að það verði heilir fimm ættliðir í boðinu.  Æ ,nei ég gleymdi elsti sonur minn verður á Englandi að  horfa á fótbolta svo fjórða ættliðinn vantar. Fyrsti, annar, þriðji og fimmti mæta hins vegar.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.