[ Valmynd ]

ætli það séu ellimerki

Birt 12. apríl 2007

argur.gifþegar konur í 25 ára gömlum leshring hittast til að borða saman tala um hvaða tónlist sé við hæfi í jarðarförðum, trúmál og dulræn málefni. Lesa upphátt ljóð eftir Þorstein Erlingsson og dást að útsaumsmyndum. Svarið hlýtur að vera já þegar við bætist að tæknin ruglar þær svo í ríminu að þær hringja hver í aðra í boðinu án þess að hafa hugmynd um það, þar til þær svara í gemsann sinn…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

4 ummæli

 1. Ummæli eftir RMG:

  Hvort sem svarið er já eða nei þá er þetta merki um sprellliifandi líf.

  12. apríl 2007 kl. 20.09
 2. Ummæli eftir ek:

  já rétt. Sprell a life en farnar að daðra við eilífðina…

  12. apríl 2007 kl. 20.14
 3. Ummæli eftir Kristín svarta:

  eru þá til einhverskonar ellimörk. svona eins og vikmörk, takmörk eða fótboltamörk. hefur þú þá skorað í ellimarkið?

  13. apríl 2007 kl. 9.09
 4. Ummæli eftir ek:

  sú elsta í hópnum rúmlega 85 ára skoraði mörg eftirtektarverð ellimörk í boðinu og á öðrum vettvangi líka það er pottþétt. við hinar erum ekki með tærnar þar sem hún er með hælana. En við stefnum þangað…

  13. apríl 2007 kl. 9.38