[ Valmynd ]

eftir vikudvöl í útlöndum

Birt 1. maí 2007

er sjónarmunur á grænalitnum á grasflötum landsins. Hann dugir þó ekki til að vega upp fegurð  blómstrandi trjánna sem alls staðar blöstu við í Svíþjóð og heiðgula repjuakrana. Ég hef ekki áður séð magnólíur í blóma og heldur ekki eplatré. Í ferðinni flaug sú hugsun oft í hausinn á mér að búseta fólks hér á skerinu sé byggð á misskilningi. Kannski ætti maður ekki að fara af landi brott á þessum árstíma, nöturleiki landsins í samanburði við nágrannalöndin er nístandi. Kona frá Marseille sem var með í för lýsti fyrstu kynnum sínum af Íslandi með þessum orðum: ” Wat is this, were em I, ave I landed on the moon?”

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

4 ummæli

 1. Ummæli eftir Hrund:

  Hvað varstu að gera í Svíþjóð?

  1. maí 2007 kl. 21.14
 2. Ummæli eftir ek:

  ég var að funda með fólki frá ýmsum löndum sem er að vinna saman í Evrópuverkefni. Mjög áhugavert þó erfitt sé að mingla á öðru tungmáli en sínu eigin… Allir töluðu einhversskonar stikkorðaensku.

  2. maí 2007 kl. 9.20
 3. Ummæli eftir Rósa:

  Eftir ársdvöl í San Diego hefur þessi sama hugsun oft hvarflað að mér, hvað erum við að vilja þarna norður á köldu skeri? Samt kemur ekkert annað til greina í huga mér en að koma aftur heim - svo eitthvað hefur skerið við sig! Og þá er ég ekki bara að hugsa um allar frábæru leshringssysturnar eða ættingja og vini. Ég held að skammdegið, rigningarsuddinn, umhleypingar og bjartar sumarnætur renni um blóð mitt.

  4. maí 2007 kl. 17.22
 4. Ummæli eftir ek:

  jú hér á maður auðvitað sitt fólk og svo er birtan ansi mögnuð langt fram eftir kvöldi og sjórinn og fjöllin heilla líka. Það er fleira fallegt en fögur tré…

  4. maí 2007 kl. 21.41