[ Valmynd ]

breytingar til góðs

Birt 17. maí 2007

stigagangurinn.gif nú fá Vinstri grænir eða Samfylkingin tækifæri til að setja mark sitt á framgang mála. Það er léttir að Framsóknarmenn skynjuðu sinn vitjunartíma. Það skapar rými fyrir eitthvað annað. 

Sama ríkisstjórn áfram  hefði verið þrúgandi og lítilsvirðing við allan þann fjölda sem með atkvæðum sínu bað um breytingar.  Það að lesa úrslitin sem ósk um status quo hefði verið ferlega misráðið. Hvort það sem kemur í staðinn gerir þjóðinni gott er óráðið. Mikilvægt að halda í vonina. Þó nokkra hef ég heyrt hóta því að flytja úr landi ef ekki væri hlustað á þjóðina.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.