[ Valmynd ]

í dag hjálpaði ég

Birt 30. maí 2007

thrifin.gifelsta syni mínum og tengdadóttur að þrífa íbúð sem þau eru að flytja úr. Ég er ekki góð í að þrífa en gerði mitt besta. Eiginkona barnsföðurs míns hjálpaði líka til og hlutirnir gengu hratt og vel fyrir sig. Þriðja amma Arnar kom að gefa honum að borða og þá gat mamma hans tekið þátt í vinnunni. Sonur minn og pabbi hans báru kassana sem pakkað var ofan i jafnóðum út í bíl. Tengdadóttir mín vill geyma meira en ég. Ég vildi að hún henti sultukrukkum frekar að flytja þær með sér. En hún sá not fyrir þær sem ég sé ekki alveg. Mér finnst þær bara safnast upp.

Ég var dauðhrædd um að brjóta stólinn sem ég stóð á við að þrífa efri skápana í eldhúsinu. Ég er þung og stóllinn veikburða, sonur minn lánaði mér sterkbyggða tröppu til að standa á að lokum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.