[ Valmynd ]

í hellirigningu

Birt 5. júní 2007

við Hverfisgötu í morgun stóð maður með þvegil og þvoði stöðumæli.  Í draumum mínum í nótt kom fólk til mín í hrönnum og dáðist að tánöglunum á mér. Hausinn á mér er fullur af hugmyndum sem þurfa að komast á blað svo ég geti deilt þeim með fólki í næstu viku. Ég þarf að skipuleggja matarboð sem ég held eftir tvo daga. Af hverju er ég ekki farin að kaupa sumarblóm? Er ekki komið sumar? Ég sofna við vindgnauð á kvöldin og kveiki ljós um mðjan dag. Hauststemming.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

5 ummæli

 1. Ummæli eftir Kristín svarta:

  Hér er mikil nælon blíða. Aldraðir foreldrar mínir í heimsókn að passa mig og börnin. Allir sólbrenndir og sælir. Sumarstemming.

  5. júní 2007 kl. 20.35
 2. Ummæli eftir ek:

  þú ert heppin, við erum grá og guggin og rabbabarinn sundursleginn…

  5. júní 2007 kl. 21.44
 3. Ummæli eftir Rósa:

  Edda, þú skrifar svo fallega, jafnvel um skammdegisrigningu í júní!

  6. júní 2007 kl. 3.18
 4. Ummæli eftir ek:

  mörgum myndi nú finnast þetta hálfgert svartagallsraus

  6. júní 2007 kl. 10.26
 5. Ummæli eftir Rósa:

  en fallegt raus…

  7. júní 2007 kl. 0.24