[ Valmynd ]

þessa stundina

Birt 10. júní 2007

deili ég herbergi með þremur geitungum. Þeir eru eitthvað að bardúsa úti í glugga og flögra af og til um herbergið. Ég sit við tölvuna að vinna. Svo lengi sem þeir eru að sinna  sínu og abbast ekki upp á mig er mér nokk sama þó þeir séu á mínu yfirráðasvæði.  Ef þeir hins vegar fara að færa sig upp á skaftið og  þrengja að mér hika ég ekki við að reka þá brott. Ég ætlast til að  þeir virði  mínar reglur og siði, aðeins þannig getum við lifað í sátt og samlyndi…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.