[ Valmynd ]

þú ætlar aldeilis

Birt 28. júní 2007

að vera fín i dag sagði pabbi við mig þegar ég kom fram á flónels náttbuxum og hvítum bol  einn morguninn á gistiheimili sem við dvöldum á vestur á fjörðum. Hann meinti þetta einlæglega, fannst elsta dóttir sín loksins vera klædd við hæfi í blíðunni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Sigga:

  Þetta er líka hinn besti klæðnaður :) Það var yndislegt að vera fyrir vestan og hitta alla ættingjana en ég endaði með því að snúa illa öklann - hrundi út úr Edinborgarhúsinu eftir hádegisverð á sunnudeginum. Fimm mínútum áður en við ætluðum að leggja af stað heim. Svo mér var druslað á slysó á Ísafirði og hef legið heima með fótinn á púða meira og minna alla vikuna. Farin að skakklappast um íbúðina núna þó :)

  29. júní 2007 kl. 17.27
 2. Ummæli eftir ek:

  ja, hérna þú hefur væntanlega verið að fara út um “svaladyrnar” út á pallinn sem ekki voru nú beint þægilegar útgöngu.
  þetta var mjög vel heppnuð ferð og veðrið átti auðvitað stóran þátt í því líka.

  29. júní 2007 kl. 18.04
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Já, ég var einmitt að fara út um þær og brosa að yndislegu, litlu barni í leiðinni. Svo ég horfði ekki niður fyrir mig með þessum afleiðingum :-)

  1. júlí 2007 kl. 15.11