[ Valmynd ]

útugluð stúlka

Birt 6. júlí 2007

með ráptuðru glængar við stráka innan um strúktandi sumarblóm…
Í þessari setningu eru tvö orð sem ég heyrði fyrst nýlega og önnur tvö sem eru mér töm en fáir kannast við.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Rosa:

  Her eru 2 ord sem eg tekki ekki: glængar og strúktandi - en tau hljoma skemmtilega. Nyskopun?

  8. júlí 2007 kl. 21.58
 2. Ummæli eftir RMG:

  Ég þekki ekki orðin útugluð og glængar. Hins vegar þekki ég strúktandi.

  9. júlí 2007 kl. 0.41
 3. Ummæli eftir ek:

  mamma notaði orðið útulgluð um mikið tilhafða stelpu á mynd í blaði og ég tók eftir orðinu ráptuðra þegar ég heyrði Laxnes lesa Atómstöðina í útvarpinu, hafði ekki tekið eftir orðinu áður.
  Orðið strúktandi hefur verið mér tamt lengi, en systur mínar þekkja það ekki svo é veit ekki hvaðan ég hef það og sama á við um að sögnina að glænga.
  ek

  9. júlí 2007 kl. 9.40