[ Valmynd ]

dvel við að

Birt 9. júlí 2007

hillannyja.gifsortera dót sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Það flýtur yfir á flestum sviðum og ferlega erfitt að henda. Núna er ég að flokka upp úr kössum og setja saumdót saman, föndurdót saman og leikföng saman. Hvar þetta endar svo að lokum kemur í ljós síðar. Hirslumál eru enn í ólestri þrátt fyrir miklar framfarir á mörgum sviðum. Hvern hlut sem ég tek upp þarf að þvo og/eða dusta vel.
Ég ætla að reyna að vera búin að koma mestu af dótinu betur fyrir áður en júlí er liðinn. Margar bækur verða reyndar í kössum eitthvað lengur, þó töluvert hafi verið smíðað af bókahillum nú þegar og fleiri hillur séu í undirbúningi.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.