[ Valmynd ]

ég man ekki

Birt 19. júlí 2007

eftir að hafa áður orðið svona ánægð með að vakna í rigningu. Rakinn hreinsar andrúmsloftið og blómin verða meira strúktandi. Yngsti sonur minn fer einn til Danmerkur á morgun og þarf að koma sér frá Kastrup til Jótlands. Ég hef meiri áhyggjur af því en hann.
Líklega sef ég í hjólhýsi í fyrsta skipti á ævinni um helgina, jafnvel á eigin landareign. Ég hef fordóma gagnvart hjólhýsaeigendum. Það verður forvitnilegt að takast á við þá. Vona að mér takist það og geti gert ævintýri úr aðstæðunum…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir Björg:

  til lukku , eigin landareign gerir ómerkilegt hjólhýsi að höll
  kv.
  Björg

  21. júlí 2007 kl. 16.16
 2. Ummæli eftir ek:

  tja höll segirðu, ég er nú ekki viss um það, en á fallegum stað er unaðslegt að dvelja í góðu veðri. Finna fjall anda, heyra fýla bardúsa í klettum, sjá rjúpu með unga, drekka te úr eigin flóru og horfa á sólina setjast í sjóinn er auðvitað konunglegt þó búið sé í kofa á hjólum.

  23. júlí 2007 kl. 11.30