sá bútur sem ég sé
Birt 1. ágúst 2007
af Esjunni út um stofuglugganna er kolsvartur. Fyrir ofan hana er gráleitur skýjabakki og gulleitur himinn sem endar í að verða ljósblá grár. Mér finnst vera kuldi í þessari birtu.
Þó ég finni enn fyrir eymslum í nokkrum fingrum vegna bókabanks heyri ég að S er enn að dusta ryk úr bókum. Við erum búin að fara með 5 bókakassa í Sorpu en það sér ekki högg á vatni. Ákváðum að dragnast ekki með fortíðina í farteskinu heldur skapa rúm í bókahillunum fyrir bækur sem okkur langar í núna. Líf miðaldra fólks þarf varla að vera frosin mynd af því sem var. Má ég þá frekar biðja um síbreytilegan nútíma þar sem nýjungar og sköpun fá pláss. S er hættur að banka bækur og vill að ég ákveði hvar umkomulaus húsgögn eiga að vera næstu daga á meðan gólf í einu herbergi er málað.
Skýjabakkinn fyrir ofan Esjuna er að leysast í sundur eða er hann að þéttast á einhverjum stöðum.
Flokkun: Óflokkað.
Ætti að gera eins og þú… bókahillurnar sem maðurinn þinn setti upp fyrir mig fyrir tæpum tveimur áratugum eru fullar af fortíð. Til hamingju með landið!
takk. Það er nauðsynlegt skapa pláss fyrir nýjungar. Ég mæli með þvi.
ek
Takk fyrir gott bókaspjall. En hvað gerir maður við bækur fortíðar? Hvar lenda bækur Sorpu?
fara í Góða hirðinn. Við teljum okkur alla vega trú um það að einhver annar gleðjist yfir gömlu bókunum okkar