örn vex og þroskast
Birt 12. ágúst 2007
farinn að geta tekið þátt í kaffisamsætum. Hefur mörg ólík svipbrigði og skemmtir sér yfir litlu. Kom með pabba sínum í heimsókn og langömmu. Fékk að smakka köku og þambaði vatn. Skellihló að járnsnúru sem hangir niður úr loftinu og fékk að skreppa aðeins út í garð. Velur að sparka frekar í bolta en henda honum, jafnvel þó hann sitji á gólfinu. Sýndi yngsta föðurbróður sínum áhuga og lék við hann dágóða stund. Mamma hans þurfti að skrifa grein svo hún var ekki með í för.
Flokkun: Óflokkað.
Ó hann er svo mikið krútt!