[ Valmynd ]

þvílíkur léttir

Birt 9. september 2007

að vera búin að taka ákvörðun um að hér eftir geri ég bara það sem mér finnst skemmtilegt og læt annað lönd og leið. Ég hef ákveðið að læra bara eitthvað fyrir sjálfa mig og sleppa því að læra eitthvað af hlýðni einni saman ef ég hef ekki áhuga á því eða tekst ekki að tengja það við mín áhugamál. Ég ætla að leita uppi það sem fyllir líf mitt af krafti og gleði og ganga hröðum skrefum fram hjá því sem veldur leiðindum eða annars konar hugarangri.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir Björg:

  Svo ertu líka alltaf að kenna öðrum, ég var í dk um daginn og gekk fram hjá galleríi og ferðafélagar mínir voru að dásama listaverk sem þar var til sölu , “já þetta er öruggleg eftir Paul Pava” sagði ég , sem reyndist svo rétt, allt þér að þakka : )

  kv.
  Börg

  10. september 2007 kl. 22.18
 2. Ummæli eftir ek:

  merkilegt, ég er einmitt rétt í þessum töluðu orðum að prenta út upplýsingar til að fara með í bankann til að geta fengið senda vörur sem ég var að panta af vef Poul Pava….
  Gleður mig að ég gat lagt lóð á vogarskálarnar svo þú gætir látið ljós þitt skína í útlöndum.
  Ertu flutt?
  ek

  11. september 2007 kl. 8.22