[ Valmynd ]

ég get ekki skilgreint

Birt 22. september 2007

17112006.gifþá ánægju sem ég fæ út úr því að lesa bókina bréf til Maríu. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort það sem þar kemur fram eigi við rök að styðjast enda skiptir það ekki máli. Höfundur lýsir skoðun sinni út frá þeim sjónarhól sem hann stendur á. Ég er búin með rúmlega 1/3 af bókinni og höfundur fer mikinn og afhjúpar hverja kenninnguna eða tískusveifluna sem gengið hefur yfir af annarri. Ég held að það sé það leyfi sem höfundur tekur sér til að hefja sig yfir hlutina og greina þá án þess að hafa áhyggjur af því hvað má og hvað ekki, hvað sé inn og hvað ekki, sem heillar mig mest.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.