[ Valmynd ]

tölvan sem ég hef afnot

Birt 30. september 2007

af er í viðgerð. Mér fannst hún vera orðin svo hæggeng að hugur minn var alltaf kominn langt á undan henni. Því miður er þjónustuaðilinn líka í hægagangi og tekur sér því góðan tíma í viðgerðina. Þetta veldur óróa og pirringi í mínum beinum sem ég beisla af veikum mætti meðvituð um að tölvan er bara verkfæri sem ég vil ekki að yfirtaki líf mitt…
Mér finnst september hafa liðið hægt og svo langt síðan að ágúst var að ég man ekki eftir honum. Ætli þetta sé vísbending um að ég vilji vera á mikilli hraðferð en veröldin öll líði áfram í allt öðrum takti?

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.