[ Valmynd ]

ekki trúverðugt

Birt 17. október 2007

að hlusta á þingmann sem hefur verið tekinn við ölvun við akstur mæra þá góðu vínmenningu sem hlýst af því að vín er selt í matvörbúðum. Það er reyndar augljóst að undir niðri er hann fyrst og fremst á móti því að ríkið sé að hagnast á vínsölu. Hann vill að einstaklingar geri það enda  er hann frjálshyggjumaður svo það þarf ekki að koma á óvart. Ef honum tekst með hjálp annarra þingmanna að koma þessu í gegn fá einhverjir potintátar tækifæri til að kæra ríkið fyrir að vera í samkeppnisbissnes og þá fyrst rætist draumur frjálshyggjupostulanna 100%. Fáir útvaldir fá tækifæri til að græða á áfengisneysluvenjum/fíkn manna. Mer finnst eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir reyni ekki að koma málum í gegn á fölskum forsendum. Það sem hangir á spýtunni verður að vera uppi á borðinu annars eru þeir eins og hverjir aðrir loddara.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.