[ Valmynd ]

eftir að hafa dvalið

Birt 28. október 2007

langar lestarferðirtæpa viku í lágskýjuðu röku veðurfari í miðri Evrópu er frískandi að koma heim í sólskin og frost. Ég veit núna að Tékkar nota almenningssamgöngur mikið, Frakkar borða ekki sultu og ost saman á brauð, Grikkir setja hunang í jógúrtið sitt og að í litlu þorpi einhversstaðar í Tékklandi er krá þar sem hægt er að borða heimalagaðan mat og hlusta á feðgin flytja þjóðleg lög á meðan fjölskylda eigandans hlustar á útvarpið og spjallar saman. Hljómsveitin fylgdi okkur út á hlað og spilaði á meðan við fikruðum okkur eftir kræklóttum illaupplýstum sveitavegi heim til gestgjafans. Tékkar skilja ekki karlmenn sem ekki drekka bjór og foreldrum finnst sjálfsagt að drekka bjór með 18 ára dóttur sinni. 

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.