[ Valmynd ]

myrkur, rok

Birt 11. nóvember 2007

og rigining hafa einkennt þetta haust.  Einn dag náði ég reyndar að brjóta ís af polli svo frost hefur komið á milli rigningarskúra. Sólin skein í gær þegar ég fór með systur minni í fallega búð fulla af lúxusvörum. Við fengum hláturskast þegar við sáum hvað klósettbursti kostaði. Hugsa sér að einhver geti ekki  þrifið hjá sér klósettið nema með bursta sem kostar 14000. Svo er til fólk sem verður að eignast  sófa sem kostar milljón og stóla sem kosta rúm 200 000 til að heimili þeirra verði fullkomið. En það er gaman að skoða fallega hluti í fallegu umhverfi.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.