[ Valmynd ]

þegar maður heldur

Birt 23. nóvember 2007

utan um marga hluti og þarf að sjá til þess að þeir gangi upp er mjög mikilvægt að hægt sé að treysta þeim sem maður fær með sér til verka. Stundum vantreysti ég fólki og stundum treysti ég fólki sem betra hefði verið að vantreysta.  Mörgum finnst óþægilegt að láta anda stöðugt ofan í hálsmálið á sér og firtast jafnvel við ef þeir eru spurðir um gang mála aðra þarf að leiða alla leið annars vinna þeir ekki umbeðin verk. Það sést ekki utan á fólki hverjir eru ábyrgðarfullir og hverjir ekki, maður lærir bara af reynslunni. Af misskilinni tillitsemi á maður því á hættu að það sem maður treystir á að sé gert sé hreinlega ekki gert. Tillitsemi er að hluta til galli í mínu fari t.d. grípur mig einhverskonar mini sektarkennd þegar ég afþakka poka eða strimil í búðum af  kurteisu afgreiðslufólki, vil ekki særa tilfinningar þeirra. Það að taka tillit til tilfinninga og væntinga annarra virðist vera svona illa inngróið í mig að það gerir vart við sig þegar það á alls ekki við.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.