[ Valmynd ]

ég er orðin svo gömul

Birt 15. desember 2007

að ég þoli illa breytingar á föstum punktum í tilverunni. Einum þessara punkta til margra ára var breytt um síðustu helgi og ég er ósátt við þær breytingar. Ég nenni ekki lengur að hlusta á þáttinn Í vikulokin . Fannst skemmtilegra að hafa á tilfinningunni að gestirnir sjálfir hefðu nokkra stjórna á því um hvað var rætt. Núna virkar þetta meira á mig sem að fjölmiðlamaðurinn sjálfur stýri því hvað er tekið fyrir, þannig að hans fréttamat ræður ferðinni. Svo er miður að tónlist er spiluð í þættinum, mér finnst hún óþörf í þessu samhengi. Um síðstu helgi slökkti ég á þættinum þegar umsjónamaður þáttarinns fór að tala við fréttamann um fréttir. Núna kveikti ég seint til að losna við upphafið af ótta við að aftur myndi uppsetningin verða sú sama þ.e. fréttamaður að spjalla við fréttamann. Þegar ég kveikti kom í ljós að það er verið að ræða við alþingismann, ráðherra og konu úr utanríkisráðuneytinu. Líklega á þetta að verða þáttur fyrir þá sem eru innstu koppar í búri í málefnum. Ég hafði meira gaman af að hlusta á sjónamið fólks víðs vegar að í samfélaginu. Fólks sem ekki var endilega fjallað um í fjölmiðlum dagsdaglega. Hitt veldur mér köfnunartilfinningu…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.