[ Valmynd ]

tvö fagurlega

Birt 21. desember 2007

skreytt jólatré voru krítuð á hurð hjá mér í gærkvöldi og einn rauðklæddur jólasveinn. Ég kemst í jólaskap af því að horfa á þessar myndir sem litlir drengir vönduðu sig mikið við að gera. Sá eldri tók skýrt fram, þegar honum var hrósað, að hann hefði reynt að gera sitt besta. Til að ná hærra en bróðir sinn stóð hann á stól uppi á stól. Þess vegna er annað jólatréð efst á hurðinni en hitt nánast niður við gólf. Við hlið þess stendur jólasveinn með 7 fingur á hvorri hendi sem standa út úr handleggjunum eins og langir og mjóir geislar. Á efra trénu hanga kúlur og á einni grein þess situr bleikur og gulur fugl. Á toppi beggja tránna skín gul stjarna og nokkrir pakkar eru undir þeim báðum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.