[ Valmynd ]

Færslur janúarmánaðar 2007

enn er verið

27. janúar 2007

að brjóta veggi. Allt orðið fullt af ryki á ný en andrými og yfirsýn eykst …

Ummæli (5) - Óflokkað

samstarfskona mín

20. janúar 2007

lánaði mér mokkajakka sem ég hef ekki fari úr síðan. Minn eigin var orðinn götóttur svo það kom sér vel að fá nýjan. Þrátt fyrir allt frostið liggur við að mér sé of heitt þegar ég geng til móts við strætó eða út í búð. Húfan mín er líka gerð úr sauðkind og heldur á mér […]

Ummæli (1) - Óflokkað

byrjaði kökuát

15. janúar 2007

uppúr 11.00 í gærmorgun og endaði það kl. 17:00. Þáði samt þegar yngsti sonur minn bauðst til að elda kvöldmat handa mér. Hann fór í úlpu og kuldaskó og grillaði handa okkur svínakótilettur í kolniðamyrkri. Hlutverkin eru að snúast við…
Ég notaði sunnudaginn á milli boða til að færa húsgögn, nú hanga ljósakrónur í fullkomnu tilgangsleysi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

snjór er við hæfi

13. janúar 2007

birtan sem fylgir honum lýsir upp svartasta  skammdegið.

Ummæli (0) - Óflokkað

útundan mér í strætó

10. janúar 2007

sá ég gamlan kall halla sér að mér.
Ég lét á engu bera og leit ekki við, enda var heill gangvegur á milli okkar.
Þegar það leit út fyrir að hann ætlaði að stinga fingrinum í eyrað á mér viðurkenni ég að hjartað kipptist lítið eitt við en ég sat áfram pollróleg og leit ekki við.
Enn síður kippti […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég var að ljúka við

7. janúar 2007

að lesa danska skáldsögu sem heitir Undantekningin eftir Christian  Jungesen. Bókin heillaði mig algjörlega. Hún er spennandi, skemmtileg og áhugaverð. Persónur bókarinnar vinna flestar á stofnun í Danmörku sem fjallar um þá illsku sem einkennir manneskjuna þegar stríð geisa. Þær velta upp spurningum um hvernig það megi vera að illmenni geta farið heim til sín […]

Ummæli (2) - Óflokkað, Bækur

það er ekki sjálfgefið

2. janúar 2007

að komast óbrotinn milli húsa í hálku líkri því sem var í morgun. Smá halli á gangstéttum gerði manni erfitt fyrir og mér skrikaði fótur oft og mörgu sinnum. Ég reyndi að stikla á rusli eða grasi eftir því sem við átti. Ég hef sjaldan verið glaðari að ná í hús.

Ummæli (0) - Óflokkað