keypti bók í dag
30. apríl 2007
og mundi svo á leiðinni heim að ég hafði keypt hana áður og lánað systur minni hana. Sem betur fer var hún á niðursettu verði svo ég tapaði ekki stórpeningum.
að gera mikið úr litlu
30. apríl 2007
og mundi svo á leiðinni heim að ég hafði keypt hana áður og lánað systur minni hana. Sem betur fer var hún á niðursettu verði svo ég tapaði ekki stórpeningum.
19. apríl 2007
við byggjum í Doddabók þegar inn um gluggann í morgun barst þrumandi rödd ríkislögreglustjóra að brýna fyrir börnum nágranna okkar að passa betur upp á hundinn sinn. Ég fékk sömu tilfinningu þegar ég sá mynd af borgarstjóra höfuðborgarinnar í slökkviliðsbúningi.
15. apríl 2007
svo vel málað og nýlegt í húsinum að ég er farin að efast um að sjúskað heimilsfólkið passi lengur hérna inni. Eftir viku verður svo búið að pússa gólfið líka og þá verður hægt að fara að flytja inn aftur.
Krókusar eru útsprungnir úti í garði og túlipanar og páskaliljur farnar að stinga upp blöðunum. Ég horfist í augu […]
12. apríl 2007
þegar konur í 25 ára gömlum leshring hittast til að borða saman tala um hvaða tónlist sé við hæfi í jarðarförðum, trúmál og dulræn málefni. Lesa upphátt ljóð eftir Þorstein Erlingsson og dást að útsaumsmyndum. Svarið hlýtur að vera já þegar við bætist að tæknin ruglar þær svo í ríminu að þær hringja hver í aðra […]
9. apríl 2007
upplifgandi málshættir í öllum páskaeggjum.
Þetta yndislega þunglyndisraus fékk mágur minn í sínu eggi:
Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur, aumt er einlífi og að öllu er nokkuð.
4. apríl 2007
eftir Hringbrautinni með annan skóinn sinn í hendinni og innkaupapoka í hinni. Allir í strætó létu eins og þetta væri ósköp venjuleg sjón.