[ Valmynd ]

Færslur maímánaðar 2007

í dag hjálpaði ég

30. maí 2007

elsta syni mínum og tengdadóttur að þrífa íbúð sem þau eru að flytja úr. Ég er ekki góð í að þrífa en gerði mitt besta. Eiginkona barnsföðurs míns hjálpaði líka til og hlutirnir gengu hratt og vel fyrir sig. Þriðja amma Arnar kom að gefa honum að borða og þá gat mamma hans tekið þátt í […]

Ummæli (0) - Óflokkað

maí að

29. maí 2007

verða búinn! Hvenær byrjaði hann eiginlega? Er maður meðvitundalaus eða hvað? Af hverju fer heill mánuður fram hjá manni án þess maður taki eftir því?

Ummæli (0) - Óflokkað

við vorum þá alls ekki

22. maí 2007

bara fyndnar þegar við hlógum okkur máttlausar yfir brandara vinkonu okkur sem sagði : “svo gera þeir Guðlaug Þór að heilbrigðisráðherra af því hann er giftur heilsugúrú og nýbúinn að liggja á spítala”  það hvarflaði ekki að nokkurri okkar að hún gæti haft rétt fyrir sér. Svei mér þá, hvernig dettur nokkrum þetta í hug […]

Ummæli (1) - Óflokkað

hvort einhver

19. maí 2007

var að leita að skrúfu á botni blýantaboxins sem lá á hliðinni í morgun eða draugaköttur hafi átt leið um skrifborðið mitt er ekki ljóst.  Það skýrist trúlega aldrei og skiptir jafnvel ekki máli.
Mér sýnist þessi dagur verða garðyrkjudagur. S er búin að sækja púðana á sólbekkina og ef ekki er of kalt má vel […]

Ummæli (0) - Óflokkað

breytingar til góðs

17. maí 2007

 nú fá Vinstri grænir eða Samfylkingin tækifæri til að setja mark sitt á framgang mála. Það er léttir að Framsóknarmenn skynjuðu sinn vitjunartíma. Það skapar rými fyrir eitthvað annað. 
Sama ríkisstjórn áfram  hefði verið þrúgandi og lítilsvirðing við allan þann fjölda sem með atkvæðum sínu bað um breytingar.  Það að lesa úrslitin sem ósk um status quo […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég hugsa enn oft

til risessunnar sem nú er farin heim með fríðu föruneyti. Ég dáist að fólki sem fær klikkaða hugmynd og fer með hana alla leið.

Ummæli (0) - Óflokkað

það er kona í þykkum, köflóttum

14. maí 2007

fónelsnáttlopp að reykja á svölum í nágrenni við mig. Ekki er ólílklegt að hún sé með kaffibolla í hendinni en ég sé hann ekki því hún er langt í burtu. Ég veit að hún er að reykja því ég sé reykinn liðast upp fyrir hausinn á henni með jöfnu millibili. Mér sýnist vera logn úti svo líklega […]

Ummæli (2) - Óflokkað

steríógræjur og vísir

9. maí 2007

að bókahillu komið á sinn stað. Nú er húsið farið að verða heimilislegt á ný, alla vega efri hæðin. Gat loksins hlustað á Fred Äkerström diskinn sem ég keypti í Svíþjóð. Geitungur hafði í hótunum við mig  þegar ég bankaði ryk úr bókum á svölunum og randaflugan  vinkona mín er farin að sveima af og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er málningarlykt í loftinu

4. maí 2007

einn daginn enn.  Ég er ánægð með það af því á morgun verður hægt að setja húsgögn aftur á sinn stað og taka dagblöð af  nýja stiganum. Hvenær dótið sem við pökkuðum ofan í kassa  verður tekið aftur fram er ekki ljóst.  Það er töluverð hvíld í tómum veggjum…

Ummæli (0) - Óflokkað

eftir vikudvöl í útlöndum

1. maí 2007

er sjónarmunur á grænalitnum á grasflötum landsins. Hann dugir þó ekki til að vega upp fegurð  blómstrandi trjánna sem alls staðar blöstu við í Svíþjóð og heiðgula repjuakrana. Ég hef ekki áður séð magnólíur í blóma og heldur ekki eplatré. Í ferðinni flaug sú hugsun oft í hausinn á mér að búseta fólks hér á skerinu sé byggð […]

Ummæli (4) - Óflokkað