28. júní 2007
að vera fín i dag sagði pabbi við mig þegar ég kom fram á flónels náttbuxum og hvítum bol einn morguninn á gistiheimili sem við dvöldum á vestur á fjörðum. Hann meinti þetta einlæglega, fannst elsta dóttir sín loksins vera klædd við hæfi í blíðunni.
Ummæli (3)
- Óflokkað
19. júní 2007
6 hlussuunga vappaði á grasflöt, önd flaug svo nálægt mér að vængjaþyturinn var nánast ærandi og matsölustaðurinn fylltist af skrafandi konum eftir því sem leið á morguninn. Í fjarska galaði hani um leið og ég gæddi mér á kjúklingabitum á salatbeði. Í nálægri tjörn syntu appelsínugulir fiskar.
Ummæli (2)
- Óflokkað
14. júní 2007
erfiðri viku að ljúka. Á tímabili hélt ég að ég myndi ekki klára mig af öllum þeim verkefnum sem ég þurfti að sinna. En svei mér þá, þetta er að hafast og ég hallast stöðugt meira að því að ég sé ekki sá letingi sem ég hef alla talið mér trú um að ég sé. […]
Ummæli (3)
- Óflokkað
10. júní 2007
deili ég herbergi með þremur geitungum. Þeir eru eitthvað að bardúsa úti í glugga og flögra af og til um herbergið. Ég sit við tölvuna að vinna. Svo lengi sem þeir eru að sinna sínu og abbast ekki upp á mig er mér nokk sama þó þeir séu á mínu yfirráðasvæði. Ef þeir hins vegar fara […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
8. júní 2007
við það að geta næstum snert kríu á leiðinni til vinnu. Það er líka sérstakt að hrökkva við þegar dauðadæmdur sílamávur flýgur fyrir gluggann á skrifstofunni og tyllir sér á ljósastaur í nágrenninu.
Ég hjólaði með sólgleraugu í vinnuna í morgun en óskaði þess að hafa reglhlíf á heimleiðinni.
Ummæli (0)
- Óflokkað
5. júní 2007
við Hverfisgötu í morgun stóð maður með þvegil og þvoði stöðumæli. Í draumum mínum í nótt kom fólk til mín í hrönnum og dáðist að tánöglunum á mér. Hausinn á mér er fullur af hugmyndum sem þurfa að komast á blað svo ég geti deilt þeim með fólki í næstu viku. Ég þarf að skipuleggja matarboð sem […]
Ummæli (5)
- Óflokkað