[ Valmynd ]

Færslur júlímánaðar 2007

fyrsti vinnudagur

30. júlí 2007

eftir sumarfrí var ekki eins slæmur og ég hélt. Nóg af verkefnum og tíminn leið hratt. Nú er bara að koma sér í rútínu og takast á við verkefnin hvert á eftir öðru.
Var í skemmtilegu fimmtugsafmæli á laugardaginn þó mér hafi stundum liðið eins ég væri stödd í leikriti þar sem allir nema ég kunnu […]

Ummæli (0) - Óflokkað

lagðist niður á

26. júlí 2007

Lækjatorgi í kvöld og horfði á himininn. Í kringum mig lá fólk á öllum aldri  sem var nýbúið að horfa á veröldina í gegnum ramma og litaða filmu, leita að munstrum í umhverfinu og lykta af harðfiski og pulsum. Skemmtilegur klukkutími undir stjórn Ilmar Stefánsdóttur. 

Ummæli (0) - Óflokkað

fjall sem ég hugsa

25. júlí 2007

oft um þessa dagana. Á flöt fyrir neðan það ætlum við að byggja hús á næstu árum. Þegar baki er snúið í fjallið blasir sjórinn við og  falleg fjallasýn svo langt sem augað eygir. Lækur fellur úr gili og annar lítill rennur á því landi sem telst nú okkar eign. Það eru fimm ár síðan ég fékk […]

Ummæli (4) - Óflokkað

hjólhýsadvöl var ekki

23. júlí 2007

sem verst enda veðrið guðdómlegt og úsýni, dýralíf  og flóra  nærandi. Ég segi samt eins og elsti sonur minn sagði svo oft “það er eitt vont við þetta”. Ég meina klósettmál, soldið sérstakt fyrirbæri í hjólhýsum. Skil ekki alveg að fólk, vant vatnssalernum, skuli taka þetta í mál. Líklega er ég svona rosalega mikil penpía eða firrt eða […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég man ekki

19. júlí 2007

eftir að hafa áður orðið svona ánægð með að vakna í rigningu. Rakinn hreinsar andrúmsloftið og blómin verða meira strúktandi. Yngsti sonur minn fer einn til Danmerkur á morgun og þarf að koma sér frá Kastrup til Jótlands. Ég hef meiri áhyggjur af því en hann.
Líklega sef ég í hjólhýsi í fyrsta skipti á ævinni […]

Ummæli (2) - Óflokkað

ég held mig

15. júlí 2007

skuggamegin í húsinu. Ef ég sest út steikir sólin mig og ég staulast fljótt inn eða leita forsælu í garðinum. Geitungar og býflugur naga húsið að utan og skilja eftir sig rákir. Moldin er skrælnuð og ég hef ekki undan að vökva sumarblómin. Köngulóarvefirnir eru loðnir af biðukollum fræaldinna og svalahandriðið er heitt viðkomu. Þvottur á snúru […]

Ummæli (0) - Óflokkað

á vissan hátt

13. júlí 2007

má segja að ég hafi verið að bíða eftir símtali eða bréfi í nokkra daga. Í gær kom bréf. Það hefði skipt meira máli að fá símtal. Svo stóð til að ég tæki jafnvel að mér áhugavert verkefni sem virðist hafa lognast út af, alla vega hef ég ekki heyrt meir og veit ekki við hvern […]

Ummæli (0) - Óflokkað

um öll gólf

12. júlí 2007

svífa dúnmjúk hvít ský. Sólinni hefur tekist að hrekja burt ský himinsins. Ég þarf kúst til að sópa  burt skýjunum sem svífa hér um gólfið. Best að loka svalahurðinni og gluggum svo ekki berist meira inn af þessum loðnu mjúku skýjum.

Ummæli (0) - Óflokkað

læt mig dreyma

10. júlí 2007

um lítið hús undir þessum kletti. Það er ýmislegt sem bendir til að sá draumur geti ræst. Við erum allavega að leggja drög að því að svo verði. Er ekki sálmaskáld í leyni í klettinum?

Ummæli (0) - Óflokkað

dvel við að

9. júlí 2007

sortera dót sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Það flýtur yfir á flestum sviðum og ferlega erfitt að henda. Núna er ég að flokka upp úr kössum og setja saumdót saman, föndurdót saman og leikföng saman. Hvar þetta endar svo að lokum kemur í ljós síðar. Hirslumál eru enn í ólestri þrátt fyrir […]

Ummæli (0) - Óflokkað