[ Valmynd ]

Færslur desembermánaðar 2007

tvisvar í kvöld

28. desember 2007

hefur mér fundist að það hljóti að hafa kviknað í rakettu geymslu. Stöðugar sprengingar standa yfir endalaust. Eitthvað eru bomburnar að stækka alla vega eru drunurar í þeim ferlega þungar og dimmar. Kínverjar og froskar með eymdarlegu ýli virðast ekki duga lengur.

Ummæli (0) - Óflokkað

jólin komin og farin

ég er að reyna að semja fyrirlestur en næ ekki að ákveða hvaða nálgun ég ætla að hafa. Ég á svo mikið efni um málefnið og get nálgast það út frá mörgum sjónarhornum en langar að breyta aðeins um nálgun. Efnið sem ég á fyrir þvælist fyrir mér og kæfir nýjar hugmyndir sem láta á sér bæra. Ég hef […]

Ummæli (0) - Óflokkað

feit og silaleg

24. desember 2007

maríuhæna skreið eftir stofugólfinu stuttu eftir að jólatréð var tekið inn. Hún gerði nokkar tilraunir til að hefja sig til flugs en þær mistókust gjörsamlega og hún skjögraði undir sófa og síðan hefur ekki sést meira af henni.

Ummæli (0) - Óflokkað

tvö fagurlega

21. desember 2007

skreytt jólatré voru krítuð á hurð hjá mér í gærkvöldi og einn rauðklæddur jólasveinn. Ég kemst í jólaskap af því að horfa á þessar myndir sem litlir drengir vönduðu sig mikið við að gera. Sá eldri tók skýrt fram, þegar honum var hrósað, að hann hefði reynt að gera sitt besta. Til að ná hærra en […]

Ummæli (0) - Óflokkað

í stað þess að

19. desember 2007

gera eitthvað jólalegt gleymi ég mér í tölvudundi tímunum saman. Bleytan, myrkrið og vindurinn eru farin að hafa of mikil áhrif á mig. Ég þori þó ekki að óska mér snjó því það gæti leitt til kafalds dögum saman. Eftir tvo daga fer sólin að hækka á lofti og vonandi styttir upp áður en vorar.
Deig […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er orðin svo gömul

15. desember 2007

að ég þoli illa breytingar á föstum punktum í tilverunni. Einum þessara punkta til margra ára var breytt um síðustu helgi og ég er ósátt við þær breytingar. Ég nenni ekki lengur að hlusta á þáttinn Í vikulokin . Fannst skemmtilegra að hafa á tilfinningunni að gestirnir sjálfir hefðu nokkra stjórna á því um hvað var rætt. […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er á leið í sveitina

7. desember 2007

búin að skreyta sal og leggja á borð fyrir 180 marargesti . Ég mun ekki borða með fólkinu af því ég valdi að heldur að skipta um umhverfi og prófa að vera úti á landi eina helgi í desember. Snjór.myrkur, þögn, tunglskin og stjörnur.

Ummæli (0) - Óflokkað

alveg bjóst ég við

4. desember 2007

að tvær þungar gæsir sem flugu mót vindi yfir Hringbrautinni á fjórða tímanum í dag myndu hlunkast ofan á bílinn hjá mér. Mótvindurinn var svo mikill að þær sveifluðu vængjunum ótt og títt án þess að hreyfast úr stað. Svo kom grænt ljós og ég hélt á braut á óbeygluðum bíl.

Ummæli (0) - Óflokkað

kuldinn og

3. desember 2007

þurrkurinn hjálpa ekki upp á kvefið sem ég hef nælt mér í. Ég hengslaðist  eitthvað í vinnunni í dag en fór snemma heim. Nefkláði og augnleki gagnast ekki vel í vinnu eða yfirleitt til neins annars. Nema ef vera skyldi að ýta undir geðvonsku. Heyri að S er farinn að hnerra niðri í kjallara ég  hef […]

Ummæli (0) - Óflokkað

heimsóknir og svefn

2. desember 2007

hafa einkennt þessa helgi. Nálægð jóla er aðeins farin að láta á sér kræla . 4 kerti umvafin eplum og trönuber í vasa eru merk um það.

Ummæli (0) - Óflokkað