[ Valmynd ]

núna þegar 50 ára afmælið nálgast

Birt 7. janúar 2008

 velti ég vöngum yfir því sem hefur drifið á daga mína frá því ég varð fertug. Sem mér finnst engu líkara en að hafi verið í hitteðfyrra.
• Báðar ömmur mínar dóu og tvær ömmusystur
• Tveir móðurbræður mínir dóu
• Ég eignaðist tvö barnabörn og missti annað þeirra.
• Elsti sonur minn kom heim eftir framhaldsnám í útlöndum
• Miðsonur minn lauk menntaskóla
• Yngsti sonur minn lauk grunnskóla
• Fór til Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Frakklands, Tékklands, Slóveníu, Ítalíu, Spánar , Írlands og Bretlands.
• Gekk um Strandir, á fjöll á Vestfjörðum og Austfjörðum og um hálendið norðan Vatnajökuls
• Fór að taka lyf daglega
• Fitnaði, grenntist, fitnaði
• Skokkaði,  hætti að geta skokkað
• Tvær systur mínar urðu ömmur
• Yngsta  systir mín eignaðist tvö börn
• Foreldrar mínir fluttu
• Mamma hætti að vinna
• Elsti sonur minn keypti sér íbúð og svo hús
• Ég hef öðlast færni í hlutum tengdum tölvu- og upplýsingstækni
• Skipti um starfssvið innan sama vinnustaðar
• Fékk námsleyfi í eitt ár
• Ég  náði mér í  3 diplómur í framhaldsnámi, þar af eina í  Svíþjóð
• Skipti um vinnu
• Byggði við húsið
• Keypti sumarbústaða land
• Hætti að lita á mér hárið
• Fór að fara í fótsnyrtingu
• Fékk fyrstu háhæla skóna
• Hannaði og kenndi tvö námskeið fyrir fullorðna nokkrum sinnum.
Þetta  eru nú ekki nein sérstök afrek, bara lífið að veltast áfram. Sumt af þessu hafði ég áhrif á annað ekki.  Sumt var ánægjulegt en annað ekki. Ýmist tengist mér bara lauslega annað snýst um mig fyrst og fremst. Ætli markmiðið á næsta áratug ætti ekki að vera að fleiri atriði verði innan míns eigin áhrifahrings.

Flokkun: Óflokkað, EK.

Lokað fyrir ummæli.

4 ummæli

 1. Ummæli eftir P*aldis:

  já, thú ert sko reynslunni ríkari !

  8. janúar 2008 kl. 15.47
 2. Ummæli eftir ek:

  já, ég græði lífsreynslu á hverjum degi í rauninni…

  8. janúar 2008 kl. 20.31
 3. Ummæli eftir Björg:

  Hvað eru sérstök afrek? Kljúfa atómið eða finna upp hjólið. Vera fyrstur af öllum að einhverju? Eða lifa í sátt við sjálfa sig og aðra, sá fræjum og sjá eitthvað gerast, stundum hratt stundum hægt. Gleði hversdagsins held ég að sé mesta afrekið.

  kk
  Björg

  11. janúar 2008 kl. 14.57
 4. Ummæli eftir ek:

  já ég er sko sammála því alla vega er það svo fyrir hvern einstakling.

  12. janúar 2008 kl. 12.41