nákvæmlega mesta
Birt 25. janúar 2008
þegar stjórnmálamenn bregðast trausti vega þeir að lýðræðinu vegna þess að þegar lýðnum ofbýður segir hann sig frá þeim leik sem stjórnmálamenn leika. Þegar við getum ekki treyst stjórnmálamönnum til að sinna því sem þeir eru kjörnir til missum við trúna á mikilvægi þess að hafa áhrif á það hverjir eru kosnir til starfans. Það er enginn sem kýs stjórnmálamenn vegna þess að þeim finnst að þeir eigi að hafa völd valdsins vegna. Við kjósum stjórnmálamenn af því við treystum þeim til góðra verka.
Flokkun: Óflokkað.