[ Valmynd ]

mér tókst að hnýta

Birt 13. febrúar 2008

eldurinn.gif

ýmsa lausa enda í dag og vona að þeir séu frágengnir.

Pípari sem náðist loks í lætur ekki sjá sig og eftir að eldglæringar stóðu út úr hitablásaranum í gær er ekkert sem heldur á okkur hita. Þegar eldurinn braust út kallaði ég á eiginmanninn sem hljóp til og bjargaði málunum. Einhverra hluta vegna hvarflaði ekki að mér að gera neitt…

Sem betur fer er ekki sérlega  kalt úti svo við komumst ágætlega af, enda erum við svo sem ekki heima nema hluta úr sólarhringnum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.