[ Valmynd ]

dæmigert fyrir mig

Birt 26. febrúar 2008

fór í Góða hirðinn að leita að litlu borði fyrir pabba, fékk það ekki en keypti fína kommóðu á 1500 kall fyrir sjálfa mig. Þarf aðeins að pússa hana og þá verður þetta rarítes þriggja skúffu tekk kommóða. Það besta við hana er að hún hefur engar höldur. Skúffurnar eru opnaðar með rauf sem er undi þeim. Hvar ætti ég svo að setja hana? Get ekki sagt að mig hafi vantað hana eða hafi yfirleitt pláss fyrir hana.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.