[ Valmynd ]

það örlar á því að

Birt 19. mars 2008

ég sé farin að halda að ég eigi endilega að gera “eitthvað” um páskana. Alla vega er fólk alltaf að spyrja mig um hvað ég ætli að gera. Ég eins og asni hef ekki planað neitt og skil ekki alveg hvað fólk á við. Það virkar ekki sérlega vel að segja “ekkert” en það er samt í raun sannleikurinn. Það góða við páskana í mínum huga hefur alltaf verið að það er engin pressa þeir eru bara. Stundum er nógu gott veður til að maður geti verið úti í garði að hreinsa rusl nú eða þá að maður ER bara inni hjá sér…
Líklega reyni ég að nota þetta frí til að velta fyrir mér hvernig ég get tekist á við yfirvofandi kreppu, mér sýnist enginn annar ætla að gera neitt.

Verst að allt yfirvofandikrepputalið  hefur þau áhrif á mig að ég fer að kaupa óþarfa, svona áður en allt fer til fjandans…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir Tóta:

    til hamingju með að gera ekki neitt….að gera ekki neitt er alveg nóg.

    19. mars 2008 kl. 16.53