[ Valmynd ]

það góða við frí

Birt 24. mars 2008

er að maður hefur tíma til að leika sér. egadteiknafolksemteiknadisi.gifÉg er t.d. búin að teikna upp sjálfsmyndir fólks sem teiknaði fyrir mig sjálfsmyndir í afmælinu mínu. 

Það er gaman að glíma við að herma  eftir ólíkum teiknistíl fólks. Myndirnar breytast aðeins í meðförum mínum en samt ekkert gríðarlega. Í einhverjum tilvikum fegra ég fólk en í öðrum verður það ófríðara við meðhöndlun mína svo þetta jafnast nokkurn vegin út. 

Ég á dágóðan slatta mynda eftir. Flestir gestanna teiknuðu fyrir mig mynd og afraksturinn eru því 50 myndir.

Tilgangurinn? Enginn bara að hafa gaman…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir ksr@ismennt.is:

  já, ég teiknaði þessa undurfríðu konu sem ég er og nú er hún óþekkjanleg…en yður er fyrirgefið, því veislan var svo góð.

  Tína

  27. mars 2008 kl. 16.46
 2. Ummæli eftir ek:

  vona að ég hafi fegrað þá ljótu, gerir minna að gera þá fögru lítið eitt ljótari…

  27. mars 2008 kl. 20.54