[ Valmynd ]

ég get ekki

Birt 11. apríl 2008

annað en verið sammála þessu. Held jafnvel að það gæti dregið úr því álagi sem kennarar eru undir á veturna að bæta við vinnudögum sem nýttust til skipulags. Álagið í kennslunni er nóg þó ekki bætist við lengri vinnuvika á meðan kennt er. Heyrði meira að segja konu sem hefur rannsakað kulnun kennara velta þessu fyrir sér m.a. vegna þess að kennarar nefna mikla álgaspunkta í starfinu og þeir gætu hugsanlega minnkað ef vinnunni væri dreift á lengri  tímabil. Það hlýtur að koma að því að hin heilaga kýr, vinnutímaskilgreining kennara, hætti að tefja fyrir því að kennarar fái sambærileg laun við aðra háskólamenntaða starfsmenn ríks- og bæja. Það getur ekki talist eðlilegt að sami vinnuveitandi greiði svona hrópandi mismunandi laun fyrir störf fólks með samskonar menntun. Hér er ekki hægt að bera því fyrir  sig að ábyrgð starfanna sé minni hjá þeim lægralaunaða. Ef það eru rökin þá er forgangsröðin í samfélaginu furðulega broguð.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.