[ Valmynd ]

það er ekki að

Birt 30. apríl 2008

furða að maður sé eilítið ruglaður í ríminu þessa dagana. Í einum fréttaþætti er haft eftir sérfræðingum að barnabörn þeirra sem eru miðaldra i dag muni ekki geta flogið á milli landa vegna þessa að öll olía heimsins sé að klárast. Reyndar var bent á í leiðinni að margt fleira færi úrskeiðis því olíu sé að finna í öllum plastefnum og heita vatnið muni ekki gera gagn til húsahitunar ef ekki fæst olía í einangrunina í kringum rörin. Stuttu síðar (sama dag) í þætti, á sömu stofnum er viðtal við vísindamann sem telur líklegt að möguleikar fólks til að ferðast út í geim aukist innan fárra ára.

Í öllum blöðum les maður um að lánsfé sé af skornum skammti fólki geti ekki fjármagnað íbúðarkaup og allur bissness sé meira og minna í uppnámi af sömu orsökum. Svo birtist auglýsing frá Glitni í gær þar sem bankinn er að lofa því að láta drauma fólks rætast. Eina aðferðin sem banki hefur til þess er væntanlega sú að lána fólki peninga. Til hvers eru þeir að auglýsa það ef þeir eiga svo ekki pening til að lána fólki? Ég velti fyrir mér að þegar verið er að klifa á þvi að allt sé að fara til helvítis hvort það eigi þá bara við um hjá sumum? Eru einhverjir sem fara bara í sightseeing út í geim á meðan hinir sitja skjálfandi úr kulda þar sem þeir eru og fá hvorki klósettpappír né hveiti af því birgðaflutningar hafa lagst af?
Þetta er nú auðvitað heimskuleg spurning. Svarið liggur í augum uppi þegar  maður horfir yfir allt sviðið…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.