[ Valmynd ]

þegar ég leit í

Birt 3. maí 2008

baksýnisspegilinn á gatnamótunum við Melabúðina einu sinni sem oftar dauðhrædd um að bílstjórinn fyrir aftan mig myndi keyra á mig, þar sem ég var hálfkomin yfir gatnamótin á grænuljósi en þurfti að stoppa af því að bíllinn fyrir framan mig vildi hleypa bíl út á götuna, sá ég að konan í jeppanum næst fyrir aftan mig söng hástöfum. Það sem þó var enn eftirtektarverðara var bílstjórinn í litla hvíta bílnum fyrir aftan hana. Það var engu líkara en Þóbergur Þórðarson, rithöfundur sæti þar undir stýri. Ég leit oftar en einu sinni á hann og hann leit alltaf eins út og Þórbergur. Þessir bílstjórar voru báðir srettur.gifem betur fer meðvitaðir um hætturnar á þessum gatnamótun og stoppuðu bílana sína. Ég er alltaf á nálum þegar ég fer þarna um í lok vinnudags. Það fer ekki vel saman að bílar séu að bakka út á götu rétt við gatnamót og jafnvel taka U-beygjur á móti umferð sem kemur yfir á grænu ljósi. Það þarf ekki nema einn bílstjóra sem er örlítið annarshugar til að þarna verði árekstur. Melabúðin er í raun hverfisbúð sem gerir ráð fyrir að kúnnarnir komi gangandi að versla, það er hluti af sjarma hennar en það virðist vera að á seinni árum nenni þeir ekki lengur að labba í búðina eða þá að fólk sem þar verslar er úr öðrum hverfum, umferðin þarna í kring er  langt frá því að vera sjarmerandi, ætli næsta skref verði ekki að vera að taka garð fjölbýlishússins þarna við hliðina á og búa til bílastæði þar.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.