[ Valmynd ]

ég stari á stóran ljóshring

Birt 10. maí 2008

í loftinu og og fylgist með skugga af óróa sem hangir í loftinu færast hægt fram og til baka um ljósflötinn. Það kviknar og slokknar reglulega á biluðum ljósastaur fyrir utan stofugluggann. Eina hljóðið sem ég heyri er suðið í tölvunni og  tifið í eldhúsklukkunni. Geitungurinn sem reyndi markvisst að finna útgönguleið í gær hefur ekki látið sjá sig hér í dag.
Ég velti fyrir mér hvort eðlilegt sé hvað gerðar eru litlar kröfur til pólitíkusa sem komast til valda. Þó þeir séu langt frá því að vera störfum sínum vaxnir margir hverjir þá virðist vera sem ekki sé gert ráð fyrir öðru en að þeir taki illa á málum sem upp koma, hygli vinum sínum og sniðgangi leikreglur samfélagsins. Ætli óhæfir stjórnendur í stórum fyrirtækjum séu ekki látnir taka pokann sinn um leið og við blasir að þeir valda ekki starfinu? Skaðinn sem þeir geta valdið verður ekki endilega aftur tekinn…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.