[ Valmynd ]

flær hafa mikla

Birt 13. maí 2008

list á mér þessa dagana. Enda hef ég verið mikið úti við undanfarna daga. Skil samt ekki alveg hvaðan þessar flær koma í garðinn hjá mér, þær hafa ekki verið svona áberandi áður, alla vega ekki haft lyst á mér.  Garðurinn er að komast í gott horf, stétt langt komin og arfi og greinarusl komið í safnhauginn. Verður spennandi að fylgjast sjálfsáðum burkna sem ég færði til í kvöld. Túlípanar og páskaliljur eru við það að springa út. Ég sit enn á mér með að ná í sumarblóm læt líða enn lengra fram í maí.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.